Tilkynnt um umferðaróhapp um klukkan sjö í gærkvöldi á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsbrautar þar sem ekið var á gangandi vegfarendur.
Var bifreið ekið gegn grænu ljósi til norðurs þar sem erlendir ferðamenn gengu gegn rauðu gönguljósi til austurs. Tveir voru fluttir á Slysadeild með sjúkrabifreiðum en meiðsl þeirra munu ekki hafa verið alvarleg.
Laust fyrir klukkan tvö í nótt stöðvaði lögregla för bifreiðar á Vesturlandsvegi við Höfðabakka.
Var ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna.