Keyrt á ferðamenn við Suðurlandsbraut

mbl.is/ Þórður

Til­kynnt um um­ferðaró­happ um klukk­an sjö í gær­kvöldi á gatna­mót­um Kringlu­mýr­ar­braut­ar og Suður­lands­braut­ar þar sem ekið var á gang­andi veg­far­end­ur.

Var bif­reið ekið gegn grænu ljósi til norðurs þar sem er­lend­ir ferðamenn gengu gegn rauðu göngu­ljósi til aust­urs. Tveir voru flutt­ir á Slysa­deild með sjúkra­bif­reiðum en meiðsl þeirra munu ekki hafa verið al­var­leg.

Ók und­ir áhrif­um fíkni­efna

Laust fyr­ir klukk­an tvö í nótt stöðvaði lög­regla för bif­reiðar á Vest­ur­lands­vegi við Höfðabakka.

Var ökumaður grunaður um akst­ur und­ir áhrif­um fíkni­efna og vörslu fíkni­efna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert