Myndi valda kollsteypu

Stund milli stríða í Slippnum
Stund milli stríða í Slippnum mbl.is/Ómar Óskarsson

Ef samið yrði við hópa launþega á öllum vinnumarkaðinum um 30% launahækkanir í komandi kjaraviðræðum, líkt og samið var um við lækna, yrðu afleiðingarnar mjög alvarlegar í hagkerfinu. Þetta er mat hagfræðinga og framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins.

Í fréttaskýringu um mál þessi í Morgunblaðinu í dag segir Þórarinn Gunnar Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, alveg ljóst að svo mikil launahækkun, eða 30% fyrir alla launþega, ,,myndi valda algerri kollsteypu“.

Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við HÍ, segir að afleiðingin yrði aukin verðbólga og gengið myndi falla mjög fljótlega í kjölfarið. 30% almenn kauphækkun myndi jafna aftur bilið við þá hópa sem hafa þegar samið um meiri hækkanir en skila litlum sem engum raunverulegum kjarabótum og vera mikill bjarnargreiði við mikinn þorra heimila sem hafa verðtryggð lán.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert