Tvö snjóflóð féllu

Horft til suðurs eftir Súðavíkurhlíð úr vefmyndavél Vegagerðarinnar.
Horft til suðurs eftir Súðavíkurhlíð úr vefmyndavél Vegagerðarinnar. mynd/Vegagerðin

Tvö snjóflóð féllu úr Súðavíkurhlíð nú á fimmta tímanum og er vegurinn þar lokaður fyrir allri umferð. Engan sakaði samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum. „Þetta slapp vel, í þetta sinn,“ segir varðstjóri í samtali við mbl.is.

Færð og aðstæður

Það eru hálkublettir á Sandskeiði, Hellisheiði en hálka í Þrengslum. Hálka er einnig  víðast hvar á Suðurlandi en þæfingur á nokkrum leiðum í uppsveitum og þungfært í Kjósarskarði.

Hálka og hálkublettir eru á flestum vegum á Vesturlandi.

Á Vestfjörðum er hálka og snjóþekja, éljagangur og skafrenningur. Lokað er um Súðavíkurhlíð fyrir allri umferð vegna snjóflóða. Snjóþekja er á Klettshálsi og skafrenningur.

Á Norðurlandi er hálka, snjóþekja, skafrenningur og éljagangur. Búið að að loka Víkurskarði fyrir allri umferð. Þungfært og stórhríð er á Grenivíkurvegi og Dalsmynni. Þæfingsfærð er í Ljósavatnsskarðinu.

Á Austurlandi er snjóþekja og hálka á flestum leiðum, éljagangur og sumstaðar skafrenningur. Ófært er frá Mývatni austur á Jökuldal. Hálka er einnig með suðausturströndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert