„Komin með nóg af fordómum“

Nadia Tamimi ákvað að tala frá hjartanu um sína upplifun, …
Nadia Tamimi ákvað að tala frá hjartanu um sína upplifun, og muninn á því að vera múslimi á Íslandi í dag og fyrir þrjátíu árum. Ljósmynd/Andres Zoran Ivanovic

„Ég er nú eng­in ræðumann­eskja en ég ákvað að slá til því ég er kom­in með svo­lítið nóg af árás­un­um á okk­ur múslim­ana og for­dóm­un­um eft­ir árás­irn­ar í Par­ís,“ seg­ir Nadia Tamimi, sem í dag hélt ræðu á málþingi um stöðu múslima, mál­frelsi, trúfrelsi og þá hættu sem öfga­fólk get­ur skapað í sam­fé­lag­inu, sem fram fór í Iðnó.

Yf­ir­skrift fund­ar­ins var: Staf­ar hætta af múslim­um á Íslandi? og komu þar fram sjö fram­sögu­menn auk Nadiu. Voru það Bjarni Rand­ver Sig­ur­vins­son, guðfræðing­ur og trú­ar­bragðafræðing­ur, Ein­ar Már Guðmunds­son, rit­höf­und­ur, Gúst­af Ní­els­son, sagn­fræðing­ur, Mar­grét Stein­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri mann­rétt­inda­skrif­stofu Íslands, Sal­vör Kristjana Giss­ur­ar­dótt­ir, há­skóla­kenn­ari, Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, leik­skólaliði og akti­visti og Sverr­ir Agn­ars­son, formaður fé­lags múslima á Íslandi. Fund­ar­stjóri var Markús Þór­hall­son, sagn­fræðing­ur og þátta­gerðarmaður á Útvarpi Sögu.

Í lok fund­ar­ins hafði spurn­ing­unni verið svarað neit­andi af stærst­um hluta þeirra, þrátt fyr­ir að einn ræðumaður og hluti fólks úr saln­um væru ekki sam­mála því.

Mik­ill mun­ur á viðhorf­um í dag og fyr­ir 30 árum

Nadia, sem er alin upp á Íslandi, seg­ist hafa ákveðið að tala frá hjart­anu um sína upp­lif­un, og mun­inn á því að vera múslimi á Íslandi í dag og fyr­ir þrjá­tíu árum. „Þegar ég var yngri þá var þetta allt svo spenn­andi, fal­legt og sak­laust. Spurn­ing­arn­ar sem ég fékk voru til dæm­is um það hvort all­ir væru á úlföld­um í Palestínu og hvort ein­hver sjón­vörp væru þar,“ út­skýr­ir hún. „Eini mun­ur­inn á mér og öðrum börn­um var að ég bar ekki kross og borðaði ekki svína­kjöt.“

„Þá var pabba mín­um líkt við Bill Cos­by en nú er hon­um líkt við Bin Laden,“ seg­ir hún, en faðir henn­ar er Sal­mann Tamimi, fyrr­um formaður Fé­lags múslima á Íslandi.

Finn­ur tölu­vert fyr­ir for­dóm­um

Nadia seg­ist hafa upp­lifað tölu­verða for­dóma hér á landi vegna trún­ar síðustu ár. „Ég hef oft þurft að fara með börn­in mín út af mat­sölu­stöðum og hár­greiðslu­stof­um þar sem verið er að drulla yfir afa þeirra og trúna. Ég vil auðvitað ekki að þau heyri þessa hluti.“

Þá seg­ir hún for­dóm­ana hafa verið sér­stak­lega mikla eft­ir árás­irn­ar í Par­ís í síðustu viku. „Það er svo­lítið ætl­ast til þess að ég eða aðrir mús­lím­ar svör­um fyr­ir það og tök­um ábyrgð á því. Við for­dæm­um þetta að sjálf­sögðu en get­um ekki tekið ábyrgð á þessu.“

„Þess­ir fáu særa samt“

Nadia seg­ir flesta Íslend­inga mjög opna fyr­ir henn­ar trú, en þeir fáu for­dóma­fullu séu mjög há­vær­ir. „Þess­ir fáu særa samt,“ seg­ir hún.

Í ræðu sinni tók Nadia nær­tækt dæmi um það þegar amma henn­ar var myrt á heim­ili sínu í Espigerði árið 1999. „Það var ís­lensk­ur krist­inn maður sem réðst á hana af til­efn­is­leysi og stakk hana hrotta­lega 17 sinn­um. Ég hef aldrei hugsað um að dæma Íslend­inga eða kristna menn út frá þessu. Ég dæmi aðeins þenn­an eina mann fyr­ir það sem hann gerði.“

Börn­in finna einnig fyr­ir for­dóm­un­um

Nadia hef­ur verið í sam­bandi með kristn­um manni síðustu 14 ár og á þrjú börn. Hún seg­ist þurfa að vanda sig sér­stak­lega og tala oft við börn sín um for­dóma. „Ég vil ekki að þau haldi að all­ir kristn­ir menn eða annarra trúa hugsi svona um okk­ur.“

Hún seg­ir 14 ára gaml­an son sinn einkum finna fyr­ir for­dóm­um. „Ég hef beðið hann sér­stak­lega að fara ekki inn á komm­enta­kerfi á net­inu en stund­um laum­ast hann þar inn og verður rosa­lega sár og reiður. Hann þekk­ir auðvitað afa sinn sem ynd­is­leg­an mann og hon­um sárn­ar rosa­lega.“

„Búið að fara langt yfir strikið“

Loks seg­ir hún þró­un­ina sorg­lega, en von­ar að fá­fræðin verði upp­rætt. „Þetta er mjög sárt og það er sorg­legt hvert þetta er að stefna. Þegar þetta fær að grass­era svona og stjórn­mála­menn eru meira að segja farn­ir að taka þátt í þessu þá er búið að fara langt yfir strikið.

„Ég er bara venju­leg ís­lensk kona og trúi ekki öðru en að við vilj­um öll fá virðingu og frið í okk­ar dag­lega lífi, sama hverr­ar trú­ar við erum.“

Hér fyr­ir neðan má sjá ræðu Nadiu í heild.

Yfirskrift fundarins var: Stafar hætta af múslimum á Íslandi? og …
Yf­ir­skrift fund­ar­ins var: Staf­ar hætta af múslim­um á Íslandi? og komu þar fram sjö fram­sögu­menn auk Nadiu, sem er sú þriðja frá vinstri. mbl.is/​Eggert
Um 150 manns komu saman á málþinginu í dag.
Um 150 manns komu sam­an á málþing­inu í dag. mbl.is/​Eggert
Salmann Tamimi, fyrrum formaður Félags múslima á Íslandi og stofnandi …
Sal­mann Tamimi, fyrr­um formaður Fé­lags múslima á Íslandi og stofn­andi fé­lags­ins Ísland-Palestína á fund­in­um í dag. mbl.is/​Eggert
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert