Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sendi í gærkvöldi samúðarkveðju til samkoma í Súðavík og í Guðríðarkirkju í Reykjavík í tilefni þess að 20 ár voru liðin frá snjóflóðinu í Súðavík.
Kveðjan er svohljóðandi: „Kæru Súðvíkingar. Ég sendi ykkur einlæga samúðarkveðju og votta minningu þeirra,sem létust í snjóflóðinu, virðingu íslensku þjóðarinnar. Fjölskyldur þeirra og vinir, reyndar byggðin öll, hafa lengi átt um sárt að binda. Sum sár gróa aldrei, en samt munu Íslendingar um alla framtíð sækja kjark og fyrirmyndir til baráttunnar við náttúruöflin sem háð var í Súðavík, í endurreisn byggðarinnar og samstöðu íbúanna.“