Valnefnd Garðaprestakalls á Akranesi hefur komist að einróma niðurstöðu um að mæla með því að séra Þráinn Haraldsson verði skipaður prestur á Akranesi.
Biskup Íslands hefur staðfest þá niðurstöðu valnefndar og verður séra Þráinn skipaður í embættið innan tíðar.
Þráinn er fæddur árið 1984 og hefur undanfarin fjögur ár verið starfandi prestur í Álasundi í Noregi. Þetta embætti er ný staða á Akranesi og mun séra Þráinn starfa með séra Eðvarð Ingólfssyni sóknarpresti. Séra Þráinn var valinn úr hópi tíu umsækjenda.
Þetta kemur fram í frétt á Skessuhorni.