Björgvin í meðferð og verður ekki ritstjóri

Björgvin G. Sigurðsson.
Björgvin G. Sigurðsson.

Björg­vin G. Sig­urðsson hef­ur ákveðið að fara í meðferð vegna áfeng­isneyslu. Þetta kem­ur fram á vefn­um Herðubreið.is, þar sem Björg­vin hafði verið ráðinn sem rit­stjóri. Í viðtali á vefn­um seg­ir Björg­vin að hann muni af þess­um sök­um ekki taka að sér starf rit­stjóra.

Í frétt á vef Herðubreiðar seg­ir: 

„Hluta þess sem nú er orðið að frétta­efni má vita­skuld rekja til dómgreind­ar­brests sem staf­ar án efa af viðvar­andi og óhóf­legri áfeng­isneyslu um nokk­urra miss­era skeið,“ seg­ir Björg­vin. „Ég hafði ákveðið að leita aðstoðar á göngu­deild þar sem ég hafði óskað eft­ir meðferð og hugðist sinna vinnu meðfram því, en eft­ir áföll síðustu daga er mér ljóst að ég þarf meiri hjálp­ar við.

Ég hef því ákveðið að leita mér lækn­inga á Vogi frá og með næsta miðviku­degi og fara í fulla meðferð við áfeng­is­sýk­inni. Ég hætti að drekka fyr­ir 10 árum og það gekk vel í nokk­ur ár en í róti síðustu ára fór ég að mis­nota það aft­ur í vax­andi mæli.

Ég geri ekki lítið úr því að hafa farið gegn regl­um við út­gjöld í starfi, en hafna því al­farið að um fjár­drátt eða ásetn­ings­brot hafi verið að ræða. Það er fjarri lagi. Öll fjár­út­lát voru uppi á borðum, ræki­lega skráð og öll fylgiskjöl til staðar. Það var því eng­in til­raun gerð til að leyna einu eða neinu, en vissu­lega hefði ég ekki átt að fara út fyr­ir þær heim­ild­ir sem ég hafði. Ég hef beðist af­sök­un­ar á því og ít­reka það hér með.

Mér þykir ákaf­lega leitt hvernig þessi mál hafa þró­ast, ekki síst í ljósi sam­komu­lags um starfs­lok, þar sem eng­ar ásak­an­ir koma fram um neitt mis­jafnt. Það breyt­ir þó ekki hinu, að or­sak­anna er fyrst og fremst að leita hjá sjálf­um mér. Ég vil ráða bót á því og ætla að leita aðstoðar í því skyni, sjálfs mín og fjöl­skyldu vegna.“

Frétt Herðubreiðar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert