Segir Björgvin hafa dregið sér fé

Björgvin G. Sigurðsson
Björgvin G. Sigurðsson mbl.is/Ómar Óskarsson

Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Björgvin lét af störfum fyrir helgi og hefur verið ráðinn annar ritstjóri Herðubreiðar.

„Þetta er leiðindamál sem kom blessunarlega mjög fljótt upp á yfirborðið,“ hefur Fréttablaðið eftir Agli Sigurðssyni, oddvita Ásahrepps. „Líkt og flest sveitarfélög og fyrirtæki gera þá er það ekki sami maður sem bókar, samþykkir og greiðir. Það kerfi virkaði sem skyldi í þessu máli.“

Spurður um upphæðina sem um ræðir segir Egill hana hlaupa á hundruðum þúsunda en vera undir milljón.

„Björgvin á inni hjá okkur hálfsmánaðarlaun auk uppsafnaðs orlofs. Því verður skuldajafnað og svo verður staðan tekin í kjölfarið,“ sagði Egill við Fréttablaðið. Hann sagðist eiga von á því að málið yrði gert upp að fullu um næstu mánaðamót.

Björgvin hættur sem sveitarstjóri

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert