Engin alvarleg atvik tengd verkfallinu

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. mbl.is/Sigurður Bogi

Ekki er talið að alvarleg atvik hafi átt sér stað á heilbrigðisstofnunum landsins sem rekja megi til læknaverkfallsins. Þetta kemur meðal annars fram í minnisblaði Landlæknisembættisins til Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra. Ennfremur segir þar að greinilega sé að áhrifa verkfallsins gæti langmest á Landspítalanum.

Fram kemur í minnisblaðinu að þurft hafi að fresta aðgerðum, rannsóknum og komum á dag- og
göngudeildir auk viðtala við heimilislækna. þannig hafi tæplega eitt þúsund skurðaðgerðum verið frestað, rúmlega eitt hundrað hjartaþræðingum, um 1.600 myndgreiningum og 725 öðrum aðgerðum. Þá var rúmlega 4.400 dag- og göngudeildarkomum ennfremur frestað sem og tæplega 600 skoðunum í ung- og smábarnavernd.

Minnisblað Landlæknisembættisins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka