Ekki andstæðingar minnihlutahópa

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina.
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Framsókn og flugvallarvinir hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að framboðið virði trúfrelsi og hafi aldrei verið andstæðingar minnihlutahópa í landinu.

Yfirlýsingin kemur í kjölfar mikillar umræðu í dag um skipun framboðsins á Gústaf Níelssyni sagnfræðingi sem varafulltrúa þess í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar vegna skoðana sem hann hefur viðrað á samkynhneigðum og múslimum, en hún er svohljóðandi:

„Framsókn og flugvallarvinir virða trúfrelsi og eru ekki og hafa aldrei verið andstæðingar minnihlutahópa í landinu. Vinna okkar í borgarstjórn hefur helgast af baráttu fyrir bættum hag borgarbúa, skilvirkari þjónustu og jafnrétti allra hópa. Við munum halda áfram þeirri vinnu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert