Enn nokkur tími til stefnu

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. mbl.is/Golli

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að uppsagnir þeirra lækna sem sögðu upp í tengslum við læknaverkfallið taki ekki gildi fyrr en í apríl.

Það sé því enn nokkur tími til stefnu fyrir umrædda lækna að taka afstöðu til nýgerðs samnings og svo virðist sem flestir hafi ákveðið að fara þá leið. „Miðað við að langflestir læknar samþykktu samninginn gerum við okkur góðar vonir,“ segir Páll í Morgunblaðinu í dag.

Allir hjartaþræðingalæknar á Landspítalanum sögðu upp störfum nema yfirlæknir hjartaþræðinga. Þeir hafa ekki dregið sínar uppsagnir til baka að sögn Páls.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka