Framsóknarfólk standi vörð um grunngildin

Birkir Jón Jónsson.
Birkir Jón Jónsson.

Framsóknarmenn hafa tekið illa í kosningu Gústafs Níelssonar sem varamanns í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar. Birkir Jón Jónsson segir rétt að hafna öfgum og fordómum, og vísar þar í umrædda skipun. Áður hafa bæði Eygló Harðardóttir og Gunnar Bragi Sveinsson lýst yfir miklum efasemdum um skipunina.

„Virðum mannréttindi og trúarskoðanir fólks. Höfnum öfgum og fordómum. Ég tilheyri stjórnmálaflokki sem hefur þessi orð í sinni grundvallarstefnu. Ég mun aldrei taka þátt í því að sveigja stefnu Framsóknarflokksins á aðrar brautir. Nú þarf framsóknarfólk um allt land að standa vörð um grunngildi flokksins.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert