Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bróðir Gústafs Níelssonar, skrifar á Facebooksíðu sína í dag að bróðir hans sé „að slá í gegn. En hann er harður í horn að taka enda ólst hann upp fyrstu ár ævinnar á öskuhaugum í sígaunahverfi á Ítaliu. Er hann Framsóknarmaður eða flugvallarvinur eða kannski hvorttveggja?“ skrifar Brynjar á Facebook.
Í samtali við mbl.is sagði Brynjar að þetta hefði löngu komið fram, því enn væri ágreiningur um hvort pabbi þeirra hefði fundið Gústaf á öskuhaugum á Ítalíu eða í eyðimörkinni nálægt Beirút.
Gústaf var í gær kjörinn varamaður Framsóknar og flugvallarvina í mannréttindaráð Reykjavíkur, en eftir atburði morgunsins var ákveðið að Gústaf tæki ekki sæti varamanns í ráðinu.