Kynþokkafulla skáldið Davíð

Davíð Stefánsson
Davíð Stefánsson

Skáldið Davíð Stef­áns­son frá Fagra­skógi við Eyja­fjörð fædd­ist 21. janú­ar 1895 og í dag eru því liðin 120 ár frá fæðingu hans. Frá því fyrsta ljóðabók hans, Svart­ar fjaðrir, kom út árið 1919 var hann eitt af ást­sæl­ustu skáld­um þjóðar­inn­ar, ljóð hans urðu al­menn­ingseign og við þau sam­in fjöl­mörg lög.

Davíð tók snemma ákvörðun um að ger­ast skáld og nítj­án ára, árið 1914, sendi hann hús­freyj­unni á Hraun­um, Ólöfu Ein­ars­dótt­ur, eft­ir­far­andi skila­boð því til staðfest­ing­ar: „Ég ætla að verða skáld.“ Eft­ir Davíð birt­ust nokk­ur ljóð í tíma­rit­inu Eim­reiðinni árið 1916 og urðu sum þeirra brátt á allra vör­um.

Vorið 1919 lauk Davíð stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um í Reykja­vík og komst sjálf­ur svo að orði: „Vorið 1919 tók ég stúd­ents­próf. Að því loknu fór ég einn upp í Öskju­hlíð og velti mér þar í mold­inni, líkt og hest­ur, sem losaður hef­ur verið við reiðing­inn.“

Höfðaði til ungra kvenna

Haustið 1919 komu Svart­ar fjaðrir út og hlaut lof­sam­lega dóma og Davíð vin­sæld­ir. Í grein eft­ir Guðmund Andra Thors­son, rit­höf­und, sem birt­ist í Les­bók Morg­un­blaðsins 17. apríl 2004 seg­ir eft­ir­far­andi um Svart­ar fjaðrir:

„Svart­ar fjaðrir eft­ir Davíð sló í gegn þegar hún kom út árið 1919. Hún þótti ekki síst höfða til ungra og eigna­lít­illa kvenna og var kölluð vinnu­konu­bók í niðrun­ar­skyni, enda þótti mennta­mönn­um þá eng­ir les­end­ur frá­leit­ari en vinnu­kon­ur. Sagt hef­ur verið að Davíð hafi gefið þess­um ungu kon­um ljóð sem túlkuðu drauma þeirra og þrár - kannski það - ég er samt ekki al­veg viss: hann höfðaði til þeirra kyn­ferðis­lega, skapaði handa þeim kyn­ferðis­leg­ar fant­así­ur að skemmta sér við.

Í ljóðum hans í þess­ari bók er kyn­ferðis­leg­ur kraft­ur, jafn­vel ofsi, sem eng­inn hef­ur í raun kom­ist í hálf­kvisti við - Davíð er með öðrum orðum um­fram allt sexí skáld og eft­ir öðru að Íslend­ing­ar vissu ekki al­menni­lega hvað þeir áttu að gera við slík­an mann eft­ir að hann náði hylli þjóðar­inn­ar: reynt var að finna hon­um verk­efni í þjóðhags­leg­um tæki­færi­sk­veðskap uns svo var far­in að dofna tír­an á skáld­gáf­unni að hann fórnaði hönd­um og æpti upp: Brenni þið vit­ar!“

Má í þessu sam­bandi láta fylgja ljóðið Biðlarn­ir úr Svört­um fjöðrum:

Biðlarn­ir

Ung­frú­in greiddi sér ekki þann dag
og aldrei í speg­il­inn leit,
sem fyrsti biðill­inn barði að dyr­um
og bað hana um ástar­heit.
Einn ...
Ögn betra en ekki neinn.

Ung­frú­in greiddi hár sitt til hálfs
og horn­augu spegl­in­um gaf,
brosti og söng í hálf­um hljóðum
og hitnaði löng­un af.
Einn ... tveir ...
Og mikið vill meir.

Ung­frú­in greiðir sér oft á dag
og ilm­vatn í hár sér ber,
horf­ir í speg­il­inn hlæj­andi,
hopp­ar og tel­ur á fingr­um sér: -
Einn ... tveir ... þrír ...
og bráðum bæt­ist við nýr.

Les­inn af ung­um sem göml­um

Níu ljóðabæk­ur Daviðs til viðbót­ar Svört­um fjöðrum komu út, sú síðasta 1966 að hon­um látn­um en Davíð lést á Fjórðungs­sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri 1. mars 1964, 69 ára að aldri. Einnig liggja eft­ir hann leik­rit og sögu­leg skáld­saga um Sölva Helga­son.

Davíð bjó lengst af við Eyja­fjörð og á Ak­ur­eyri og starfaði meðal ann­ars lengi sem am­t­bóka­vörður á Ak­ur­eyri. Á sex­tugsaf­mæli skálds­ins samþykkti bæj­ar­stjórn Ak­ur­eyr­ar að gera Davíð að heiðurs­borg­ara. Í til­lögu bæj­ar­stjórn­ar sagði eft­ir­far­andi: „Hann er tví­mæla­laust vin­sæl­asta núlif­andi skáld þjóðar­inn­ar og ekk­ert ís­lenskt skáld mun nokkru sinni hafa haft jafn marga aðdá­end­ur og les­end­ur að verk­um sín­um meðal samtíðarmanna sinna og hann. Skáld­rit hans hafa verið jafndáð og les­in af ung­um sem göml­um, körl­um sem kon­um af öll­um stétt­um.“

Enn eru ís­lensk­ar hljóm­sveit­ir að semja lög við ljóð og kvæði Davíðs og hér að neðan má heyra Kon­una með sjalið, sem birt­ist í Kvæðum árið 1922, í flutn­ingi Ylju

Van­met­inn síðustu ára­tugi

Rit­höf­und­ur­inn Sús­anna Svavars­dótt­ir ritaði um ljóðlist Davíðs Stef­áns­son­ar í Les­bók Morg­un­blaðsins 21. janú­ar 1995, í til­efni af ald­araf­mæli hans:

„Ljóðlist Davíðs Stef­áns­son­ar hef­ur verið ótrú­lega van­met­in síðustu ára­tugi og hann sjaldn­ast tal­inn til meiri hátt­ar skálda þess­ar­ar ald­ar. Sjálfsagt eru marg­ar ástæður fyr­ir því; sú þó helst að hann orti á hefðbund­inn hátt, með stuðla, höfuðstafi og rím á sín­um stað og ljóð hans voru tal­in aðgengi­leg, jafn­vel auðskilj­an­leg, sem var held­ur ósmart eft­ir að atóm­skáld­skap­ur­inn tók að marka sér sess.

Og oft­ar en ekki er hægt að lesa ljóð Davíðs eins og litl­ar sög­ur um menn og mál­efni, sjón­ar­horn hans er mjög per­sónu­legt og því kannski frem­ur auðvelt að láta hjá líða að skoða þá yf­ir­grips­miklu ver­öld sem felst í djúpi hans ritaða orðs.

Það er al­veg hægt að lesa ljóð Davíðs eins og and­lit á mann­eskju sem maður hitt­ir einu sinni og dæm­ir út frá því sem maður sér, ákveður að hún sé óá­huga­verð. En miss­ir þá af því að finna út hversu djörfu og ríki lífi hún hef­ur lifað og hvað hún hef­ur frá mörgu að segja.“

Helstu dýr­grip­ir þjóðar­inn­ar

Sama dag sagði svo í rit­stjórn­ar­grein Morg­un­blaðsins, en rit­stjór­ar voru þá Matth­ías Johann­essen og Styrm­ir Gunn­ars­son:

Þess er að vænta að hundrað ára af­mæli hins ást­sæla skálds verði til þess að minna ræki­lega á feg­urstu og beztu verk hans því þau eru meðal helztu dýr­gripa sem okk­ur hafa verið gefn­ir. Það eru ekki ein­stak­ling­ar eða ákvörðun þeirra sem hafa síðasta orðið, held­ur tím­inn sem kem­ur okk­ur alltaf í opna skjöldu og fer sínu fram hvað sem hver seg­ir. Nú er skáldið unga frá Fagra­skógi enn í fylgd með hon­um, því tím­inn teng­ir sig við þá sem skilja eft­ir sig mik­il­væg verðmæti, hvað sem öll­um átök­um, já, hvað sem allri samtíð líður.

Les­bók Morg­un­blaðsins 21. janú­ar 1995, sem helguð var Davíð Stef­áns­syni.

Hér að neðan eru fá­ein ljóð eft­ir Davíð Stef­áns­son:

Klaust­ur­vín

Í víni geym­ast vors­ins eld­ar
vetr­ar­langt í eikartunnu,
og þeir taka á köld­um kvöld­um
klaust­ur­hroll úr munk og nunnu.
Vínið hvíta, vínið rauða
vek­ur ást­ir, söng og kvæði.
Ábót­inn og abba­dís­in
eru þyrst og drekka bæði
klaust­ur­vínið. Klaust­ur­vínið
kneyfað er af full­um skál­um.
Vínið brenn­ir forna fjötra,
fyll­ir klef­ann ásta­mál­um.
Óðum nálg­ast óska­stund­in.
Eld­ing­ar um hjört­un fara.
Vætti aldrei vínið rauða
var­ir þínar, sancta Cl­ara?
--
Ástin þráir vor og veig­ar,
virðir lít­ils klaust­ur­eiðinn.
Nótt­in geym­ir nautn í skauti.
Nátt­úr­an er alltaf heiðin.

Kven­lýs­ing

Þinn lík­ami er fag­ur
sem laufguð björk.
En sál­in er ægi­leg
eyðimörk.

Rott­ur

Milli þils og mold­ar­veggja
man ég eft­ir þeim,
ljótu rott­un­um
með löngu skott­un­um
og stóru tönn­un­um
sem storka mönn­un­um,
sem ýla og tísta
og tönn­um gnísta
og naga og naga
næt­ur og daga.

Fjöldi manna
fel­ur sig á bak við tjöld­in.
Þeir narta í orðstír ná­grann­anna,
niðra þeim sem hafa völd­in,
eiga holu í hlýj­um bæj­um,
hlera og standa á gægj­um,
grafa und­an stoðum sterk­um,
stolt­ir af sín­um myrkra­verk­um.
All­ar næt­ur, alla daga
er eðli þeirra og saga
að líkj­ast rott­un­um
með löngu skott­un­um
og naga og naga.

Vornótt

Sól fer eldi
um svana­tjarn­ir
og silf­ur­voga,
renn­ir sér bak við
reg­in­hafið
í rauðum loga.

Söknuð vekja
síðustu geisl­ar
sól­ar­lags­ins.
En svefn­veig dreyp­ir
í sál­ir jarðar
syst­ir dags­ins.

Bregður á landið
brosi mildu
frá blómi og strá­um.
Vor­nótt­in laug­ar
vængi sína
í vog­um blá­um.

Feg­urstu perl­ur
fjaðra sinna
hún fold­inni gef­ur.
Ald­an niðar
við unn­ar­steina
og Ísland sef­ur.

Og hér að neðan get­ur svo að heyra fá­ein lög sem finna má á mynd­banda­vefn­um Youtu­be við ljóð Davíðs Stef­áns­son­ar:

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert