Sérstakt að verða „heimsfrægur“ á Íslandi

Gústaf Níelsson.
Gústaf Níelsson. mbl.is/Jim Smart

„Það er sérstök tilfinning að verða „heimsfrægur" á Íslandi eins og hendi sé veifað bara vegna þess að vera tilnefndur sem varamaður í hið virðulega mannréttindaráð Reykjavíkur; svona nokkurs konar maður dagsins, og það vegna skoðana sinna.“

Þetta segir Gústaf Níelsson sagnfræðingur á Facebook-síðu sinni í kvöld en mikið hefur verið fjallað um kosningu hans sem varamanns í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar í dag í ljósi skoðana hans á samkynhneigð og múslimum. Hann segir lífið aldrei hætta að koma á óvart. 

„Ég dreg þá djörfu ályktun, að hin hörðu viðbrögð þeirra, sem öðrum fremur elska tjáningarfrelsið og fjölbreytileikann, séu vegna þess að þeir vilja af öllum lífs og sálarkröftum þagga niðrí mér. En þeim verður auðvitað ekki að ósk sinni, jafnvel þótt fjölmiðlar dragi fram ráðherra Framsóknarflokksins í misjöfnu pólitísku ástandi, en þó með hleypidómana á hraðbergi.“

Þá segir hann taka á að vera miðdepill samfélagsumræðunnar einn dag en hins vegar hafi hann bæði fengið vinalegar símhringingar og tölvupósta frá fólki um allt land. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka