Þekktu ekki til afstöðu Gústafs

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallavina.
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallavina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er ljóst að það yrði ekki vinnufriður um þau góðu og mikilvægu málefni sem við höfum verið að vinna að í borgarstjórn og við vissum ekki af afstöðu [Gústafs] til samkynhneigðra. Það er það sem breyttist,“ segir Svein­björg Birna Svein­björns­dótt­ir, odd­viti Fram­sókn­ar og flug­vall­ar­vina í Reykja­vík­ur, spurð að því hvað olli því að borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina ákváðu að draga skipun Gústafs Níelssonar sem varamanns í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar til baka.

Sveinbjörg segir að í kjölfar skipunar Gústafs hafi ákveðnir hlutir verið dregnir fram sem borgarfulltrúunum var ókunnugt um. „Þeir eru uppi á borðinu núna og þá þurfum við að endurskoða okkar afstöðu, og við erum alveg konur til þess að gera það,“ segir hún.

Í tilkynningu frá Framsókn og flugvallarvinum um afturköllun skipunar Gústafs segir m.a. að stefna framboðsins sé skýr.

„Við berj­umst fyr­ir mann­rétt­ind­um, virðingu fyr­ir ein­stak­lingn­um og fjöl­skyld­unni. Við höfn­um hvers kon­ar mis­mun­un sem ger­ir grein­ar­mun á fólki t.d. eft­ir kynþætti, kyn­ferði, tungu, trú, þjóðerni, kyn­hneigð, bú­setu eða stjórn­mála­skoðunum. Við mun­um ávallt verja skoðana- og tján­ing­ar­frelsi, trúfrelsi og friðhelgi einka­lífs.

Skip­un vara­manns í mann­rétt­indaráð Reykja­vík­ur­borg­ar í gær er ekki í sam­ræmi við stefnu Fram­sókn­ar­flokks­ins og voru því mis­tök af okk­ar hálfu,“ segir í tilkynningunni.

Greta Björg Eg­ils­dótt­ir tek­ur sæti vara­manns í mann­rétt­indaráði Reykja­vík­ur­borg­ar.

Uppfært kl. 12.44:

Á Facebook-síðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra má nú finna eftirfarandi færslu:

„Hitti fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina í morgun til að ræða flugvallarmál. Ræddum einnig þau mistök sem voru gerð við nefndarskipan. Fundurinn var góður og árangursríkur.“

„Hið afbrigðilega og ófrjóa“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert