Konan lést af mannavöldum

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á málinu er nú lokið.
Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á málinu er nú lokið. Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Kona sem fannst látin í heimahúsi í Reykjavík í september lést af mannavöldum. Þetta staðfestir Kristján Ingi Kristjánsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is.

Eig­inmaður kon­unn­ar, sem er 29 ára gam­all, sæt­ir ör­ygg­is­gæslu á rétt­ar­geðdeild Land­spít­al­ans á Kleppi en hann hefur glímt við and­leg veik­indi. Maðurinn er grunaður um að hafa þrengt að öndunarvegi konunnar þannig að hún hlaut bana af. 

Að sögn Kristjáns staðfestu lokaniðurstöður krufningar á konunni að andlátið hefði verið að mannavöldum og þrengt hefði verið að öndunarvegi konunnar. 

Lög­regla höfuðborg­ar­svæðis­ins hef­ur lokið rann­sókn á málinu og sent það rík­is­sak­sókn­ara. Þar verður tekin ákvörðun um út­gáfu ákæru, hvort málið verði fellt niður eða sent lög­reglu að nýju til frek­ari rann­sókn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert