Leiðrétting stjórnvalda á verðtryggðum húsnæðislánum hefur skapað mörgum svigrúm til að stækka við sig húsnæði.
Þetta hefur áhrif á fasteignamarkaðinn í Hafnarfirði, að sögn Eiríks Svans Sigfússonar fasteignasala. Rætt er við hann í umfjöllun um bæjarfélagið í greinaflokknum Heimsókn á höfuðborgarsvæðið í blaðinu í dag.
Meðal annars efnis er svipmynd úr hversdagslífi venjulegrar fjölskyldu á Völlunum í Hafnarfirði og rætt er um huldufólk sem býr í Hellisgerði.