Ræða Hönnu Birnu á þingflokksfundi

Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Hanna Birna Kristjánsdóttir. mbl.is/Golli

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kemur saman klukkan 13:00 í dag og ræðir meðal annars stöðu og málefni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra og varaformanns flokksins.

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, kynnti á föstudagsmorgun álit sitt, þar sem hann fór yfir samskipti ráðherrans fyrrverandi og Stefáns Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, í tengslum við rannsókn stofnunar þess síðarnefnda á lekamálinu svokallaða.

Hvorki hefur náðst í Hönnu Birnu né Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, frá því álit umboðsmanns Alþingis var kynnt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert