Málefni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur voru rædd á þingflokksfundi Sjálfstæðismanna fyrr í dag. Bjarni Benediktsson, formaður flokssins, segir að þrátt fyrir að Hanna Birna hafi augljóslega borið skaða af málinu sé undir henni sjálfri komið hvort hún snúi aftur á þing, það sé hennar réttur.
Þá telur hann Hönnu Birnu ennþá njóta trausts þingmanna flokksins.
mbl.is ræddi við Bjarna að loknum þingflokksfundi í dag.