Sveitarfélög landsins hafa ekki sett sér viðmið um hvenær frávik frá reglum um meðferð fjármuna eru þess eðlis að rétt sé að kæra þau til lögreglu. Hreppsnefnd Ásahrepps ákvað að kæra Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi sveitarstjóra hreppsins, ekki fyrir fjárdrátt og hefur lögregla á Suðurlandi heldur ekki kannað málið. Björgvin hefur viðurkennt að hafa ráðstafað fé í eigu Ásahrepps í eigin þágu án heimildar.
Að sögn Guðjón Bragasonar, lögfræðings hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, hafa mál af þessum toga komið upp öðru hverju í gegnum tíðina.
„Það er örugglega hægt að fullyrða að umtalsvert stærri mál en það sem maður hefur heyrt af í Ásahreppi hafi ekki verið kærð,“ segir Guðjón og bendir á að í þessum málum hafi hugsanlega verið litið til þess að skaðinn hafi verið bættur og því hafi ekki þótt ástæða til að kæra.
Þá hafi væntanlega verið metið sem svo að starfsmissir og álitshnekkir hafi verið nógu þungbærir fyrir starfsmennina. „Oft þekkjast menn einnig ansi vel eftir áralangt samstarf. Við þær aðstæður þykir það eflaust enn erfiðari ákvörðun en ella að kæra meint brot til lögreglu“ segir Guðjón.
Hafa ekki kannað mál Björgvins