Sekt Hannesar óyggjandi

Hannes Smárason í héraðsdómi.
Hannes Smárason í héraðsdómi. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Óyggj­andi er að Hann­es Smára­son hafi látið milli­færa fjár­muni sem námu 2,87 millj­örðum króna í eigu FL Group af reikn­ingi fé­lags­ins í Kaupþingi Lúx­emburg á reikn­ing eigna­halds­fé­lags­ins Fons og und­ir­búið hana þann 25. apríl 2005. Meðal ann­ars með stofn­un um­rædds banka­reikn­ings. Þetta kom fram í mál­flutn­ingi ákæru­valds­ins fyr­ir Héraðsdómi Reykja­vík­ur í morg­un, en Hann­es er ákærður í mál­inu fyr­ir fjár­drátt fyr­ir að hafa milli­fært upp­hæðina án þess að hafa til þess heim­ild­ir.

„Hann og eng­inn ann­ar kom til leiðar þess­ari milli­færslu til Fons,“ sagði Finn­ur Þór Vil­hjálms­son sak­sókn­ari í mál­flutn­ingi sín­um. Þetta sýndi bæði framb­urður vitna og skjalleg gögn fram á. Gögn máls­ins og framb­urður vitna sýndu að sama skapi fram á að Pálmi Har­alds­son eig­andi Fons og Hann­es ráðgerðu að FL Group kæmi að kaup­um Fons á lággjalda­flug­fé­lag­inu Sterl­ing. Milli­færsl­an hafi verið hlut­ur FL Group í þeim viðskipt­um. Samþykki fyr­ir því hafi hins veg­ar ekki legið fyr­ir af hálfu stjórn­ar FL Group og mál­inu bein­lín­is haldið leyndu fyr­ir stjórn­end­um fé­lags­ins.

Hann­es gat einn fengið upp­lýs­ing­arn­ar

Finn­ur sagði ákæru­valdið ekki ætla að full­yrða að þessi viðskipti hafi verið geir­negld en þau hafi í það minnsta verið langt kom­in. Hins veg­ar væri al­veg ljóst að milli­færsl­an hafi átt sér stað og að Hann­es hafi haft for­ræði á því máli og verið drif­kraft­ur­inn að baki þess. Starfs­menn Kaupþings í Lúx­emburg hafi staðfest það og starfs­menn og stjórn­end­ur FL Group sem reynt hafi að fá upp­lýs­ing­ar um reikn­ing­inn og stöðu hans hafi verið neitað um þær með vís­an í banka­leynd og að sá eini sem hefði rétt á þeim væri Hann­es.

Eft­ir að pen­ing­arn­ir hafi verið komn­ir á reikn­ing FL Group í Lúx­emburg hafi vitn­eskju starfs­manna og stjórn­enda fé­lags­ins um málið þannig lokið. Eng­inn stjórn­andi FL Group hafi þannig vitað annað en að fjár­mun­irn­ir hefðu verið um kyrrt á reikn­ingn­um í Kaupþing Lúx­emburg. Upp­lýs­ing­ar hafi hins veg­ar kvisast út og ein­stak­ir stjórn­end­ur þrýst á Hann­es vegna máls­ins sem hafi orðið til þess að fjár­mun­un­um var að lok­um skilað með vöxt­um um tveim­ur mánuðum eft­ir að þeir voru milli­færðir á reikn­ing Fons. End­ur­greiðslan hafi verið fjár­mögnuð með láni frá Kaupþingi í Lúx­emburg og Hann­es geng­ist í per­sónu­leg­ar ábyrgðir vegna láns­ins.

Finn­ur sagði að þannig héldi eini maður­inn sem hafi mátt fá upp­lýs­ing­ar um reikn­ing FL Group, það er Hann­es, því fram að hann vissi ekk­ert um málið. Gögn máls­ins og framb­urður vitna sýndi hins veg­ar fram á annað. Ákæru­valdið fer fram á að Hann­es verði sak­felld­ur fyr­ir fjár­drátt og gerð refs­ing auk þess að vera dæmd­ur til að greiða máls­kostnað. Til vara að hann verði sak­felld­ur fyr­ir umboðssvik.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert