„Það bara vissu þetta allir“

Skarphéðinn Andri Kristjánsson, sem lést 28. janúar 2014, hafði tilkynnt bæði fjölskyldu og vinum um ákvörðun sína að gerast líffæragjafi. Hann var fyrstur í sínum vinahóp til að taka afstöðu til líffæragjafar, en líffæragjafir höfðu verið ræddar innan fjölskyldu hans.

Skarphéðinn var alltaf til staðar, segja vinir hans, sem höfðu ekki mikið velt fyrir sér líffæragjöf áður en vinur þeirra lést í fyrra.

Einar Sveinn og Ágúst Ingi, bræður Skarphéðins, minnast þess m.a. hvernig lögregla tók sér stöðu við öll gatnamót á Bústaðavegi 29. janúar, þegar líffæri Skarphéðins voru flutt á brott, og fagna því að gjöf hans hafi komið af stað umræðu um líffæragjafir.

Þeir eru ánægðir með að Skarphéðinn hafi mögulega hlíft fimm fjölskyldum frá því að upplifa sársaukann sem fylgir því að missa ástvin, en segja að ómögulegt hefði verið fyrir þá að taka afstöðu fyrir hann.

mbl.is vill gjarnan heyra frá líffæraþegum og aðstandendum líffæragjafa. Ábendingar má senda á netfangið holmfridur@mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert