Bjargaði tveimur mannslífum

Birna Guðmundsdóttir lést á gjörgæsludeild Landspítalans 18. mars í fyrra. Andlát hennar bar brátt að, en fjölskyldan hafði lengi vitað að Birna vildi gefa líffæri sín til að hjálpa öðrum.

Dóttir Birnu, Sigurbjörg Eyjólfsdóttir, segir marga halda að líffæragjöf sé aðeins á færi ungs fólks, en móðir hennar bjargaði tveimur lífum með gjöf sinni, 62 ára gömul.

Um tíma var óvíst hvort af líffæragjöf gæti orðið, þar sem Birna var í fágætum blóðflokki, AB+.

Sigurbjörg er afar þakklát fyrir að hafa vitað um afstöðu móður sinnar til líffæragjafar, og segir að erfið staða geti komið upp þegar aðstandendur þurfi að komast að sameiginlegri niðurstöðu um svo stóra ákvörðun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert