„Já, ég hlakka til“

Jóhann Fannar Kristjánsson er lesendum mbl.is ágætlega kunnugur. Hann er margfaldur gullverðlaunahafi á Special Olympics, mikill aðdáandi Liverpool og Breiðabliks og nemandi á starfsbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti.

Jóhann Fannar í eldhúsinu heima.
Jóhann Fannar í eldhúsinu heima. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Jóhann er núna kominn á fullt skrið í undirbúningi fyrir Special Olympics í Los Angeles í júlí, en þangað fer hann ásamt nokkuð stórum hópi, þeirra á meðal eru þrír aðrir keppendur úr Gerplu.

mbl.is fór í heimsókn á æfingu hjá Jóhanni og hitti hann og fjölskyldu hans í spjall á heimili þeirra í Kópavogi. Jóhann er elstur þriggja systkina, fæddur 16. janúar 1995. Veggirnir í svefnherbergi Jóhanns eru þaktir verðlaunapeningum, auk þess sem hann er með áritaðan búning frá félaga sínum Alfreð Finnbogasyni, bolta áritaðan af Íslandsmeisturum Breiðabliks og ýmislegt fleira.

Hitað upp fyrir æfinguna.
Hitað upp fyrir æfinguna. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Bróðir Jóhanns, Jón Veigar Kristjánsson, segir Jóhann vera í miklum og góðum tengslum við meistaraflokk Breiðabliks, sérstaklega Árna Vilhjálmsson, stuðningsfulltrúa Jóhanns. „Hann fer á alla leiki og gerði það líka áður en hann fór að vera með Árna.“ Jóhann fer reglulega í búningsklefa liðsins eftir leiki. „Eftir einn tapleik sagði Óli Kristjáns að meira að segja Jóhann Fannar væri ósáttur, og þá væri mikið sagt.“

Því má bæta við myndskeiðið að Liverpool sigraði West Ham á laugardaginn 2-0. Jóhann hafði reyndar spáð 3-0-sigri Liverpool.

Jóhann Fannar og félagi hans Árni Vill.
Jóhann Fannar og félagi hans Árni Vill. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
Jóhann Fannar og fjölskylda. Jón Veigar, Eva Alexandra, Ósk Víðisdóttir, …
Jóhann Fannar og fjölskylda. Jón Veigar, Eva Alexandra, Ósk Víðisdóttir, Jóhann Fannar og Kristján Sigurður Fjelsted Jónsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
Á stökki yfir hestinn.
Á stökki yfir hestinn. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
Jóhann Fannar og Árni Vill.
Jóhann Fannar og Árni Vill. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Það er svona...hamingja“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert