Mælti fyrir frumvarpi um hefndarklám

Mælt var fyrir nokkrum frumvörpum á Alþingi í kvöld.
Mælt var fyrir nokkrum frumvörpum á Alþingi í kvöld. mbl.is/Ómar

Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, mælti í kvöld fyrir frumvarpi um breytingu á almennum hegningarlögum, þ.e. um bann við hefndarklámi. Líkt og mbl.is hefur áður yrðu eftirfarandi ákvæði sett inn í lögin:

Á eftir 210. gr. b laganna kemur ný grein, 210. gr. c, svohljóðandi:

Hver sem flytur inn, aflar sér eða öðrum, birtir eða dreifir myndefni, ljósmyndum, kvikmyndum eða sambærilegum hlutum þar sem einstaklingur er sýndur nakinn eða á kynferðislegan hátt án samþykkis þess sem á myndunum er, skal sæta fangelsi allt að 1 ári en allt að 2 árum ef brot er stórfellt.

Á eftir 229. gr. laganna kemur ný grein, 229. gr. a, svohljóðandi:

Hver sem birtir eða dreifir myndefni, ljósmyndum, kvikmyndum eða sambærilegum hlutum og birting eða dreifing er til þess fallin að valda þolanda tjóni eða vanlíðan eða er lítilsvirðandi fyrir þolandann skal sæta fangelsi allt að 1 ári en allt að 2 árum ef brot er stórfellt.

Vilja banna hefndarklám

Þá mælti Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fyrir frumvarpi um bann við guðlasti og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fyrir breytingu á lögum á almennum hegningarlögum er snúa að heimilisofbeldi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka