Þrjátíu íbúða fjölbýlishús er nú í byggingu á Hrólfsskálamel á Seltjarnarnesi þar sem áður stóð frystihúsið Ísbjörninn.
Það hús gerði Bubbi Morthens ódauðlegt í lagi sínu Ísbjarnarblús. Bygging hússins er á lokastigi og eru 20 íbúðir seldar nú þegar.
Í greinaflokknum Heimsókn á höfuðborgarsvæðið er í dag komið við á Seltjarnarnesi og meðal annars rætt við Gísla Steinar Gíslason sem stendur fyrir byggingu hússins. Þá er rætt við formann Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness sem býr sig undir sólmyrkvann 20. mars.