Byggir 30 íbúða hús á Hrólfsskálamel

Í fjölbýlishúsinu eru rúmlega þrjátíu íbúðir og eru tuttugu þeirra …
Í fjölbýlishúsinu eru rúmlega þrjátíu íbúðir og eru tuttugu þeirra nú þegar seldar væntanlegum íbúum. mbl.is/Árni Sæberg

Þrjátíu íbúða fjölbýlishús er nú í byggingu á Hrólfsskálamel á Seltjarnarnesi þar sem áður stóð frystihúsið Ísbjörninn.

Það hús gerði Bubbi Morthens ódauðlegt í lagi sínu Ísbjarnarblús. Bygging hússins er á lokastigi og eru 20 íbúðir seldar nú þegar.

Í greinaflokknum Heimsókn á höfuðborgarsvæðið er í dag komið við á Seltjarnarnesi og meðal annars rætt við Gísla Steinar Gíslason sem stendur fyrir byggingu hússins. Þá er rætt við formann Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness sem býr sig undir sólmyrkvann 20. mars.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert