Lögregla leitar að Ólöfu

Ólöf svarar nafninu Lóa.
Ólöf svarar nafninu Lóa.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að Ólöfu Þorbjörgu Pétursdóttur, sem er 18 ára og þroskaskert. Ólöf getur lítið sem ekkert tjáð sig. Hún er 155 cm á hæð, þéttvaxin og með skolleitt millisítt hár.

Ólöf er klædd í rauða vindúlpu með kraga, með rauða húfu á höfði, er í svörtum buxum og svörtum skóm, að því er best er vitað. Hún gæti verið með svarta/rauða skólatösku.

Ólöf er kölluð Lóa og svarar því nafni. Síðast er vitað um ferðir hennar í Pósthússtræti 3-5 við Hitt húsið um kl. 13 í dag. Ef einhverjir hafa vitneskju um ferðir Ólafar eru þeir vinsamlegast beðnir að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000.

Uppfært kl. 19.15:

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu taka þátt í leitinni að Ólöfu. Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að henni var ekið frá skóla að Pósthússtræti í dag en skilaði sér ekki inn í Hitt húsið. Klukkan 16 uppgötvaðist að hún var ekki þar sem hún átti að vera.

Á sjöunda tug björgunarmanna tekur þátt í leitinni, sem beinist fyrst og fremst að miðbæ Reykjavíkur.

Uppfært kl. 20.49:

Ólöf er fundin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert