Ríkisútvarpið braut gegn fjölmiðlalögum með sýningu kvikmyndarinnar GoldenEye föstudaginn 9. janúar sl., en myndin var sýnd kl. 20.55. Óheimilt er að miðla efni, sem ekki er metið við hæfi barna yngri en 12 ára, í dagskrá fyrr en eftir kl. 22 á föstudags- og laugardagskvöldum.
Fallið var var sektarákvörðun í málinu en það er heimilt af brot telst óverulegt eða af öðrum ástæðum er ekki talin þörf á beitingu sekta. Þá segir einnig í ákvörðun fjölmiðlanefndar að um fyrsta brot hafi verið að ræða.
Í bréfi sem Ríkisútvarpið sendi fjölmiðlanefnd kom fram „að þessa óheppilegu dagskrársetningu hjá RÚV væri að rekja til þess að umrætt kvöld hafi verið bein útsending frá landsleik í handbolta karla sem hafi varað nokkru sekmur en gert hafi verið ráð fyrir í dagskrársetningu.“
Auk þess hafi verið tekin ákvörðun með of skömmum fyrirvara að falla frá dagskrárliðnum Útsvari, sem hafi átt að vera í sýningu milli landsleikisins og GoldenEye, þar sem dagskrárliðurinn skaraðist á við íþróttaútsendinguna. Þetta hafi leitt til þess að GoldenEye hafi farið í loftið klukkutíma fyrr en upphaflega hafi verið gert ráð fyrir.
Hér má sjá ákvörðun fjölmiðlanefndar.