Tvö hús verða í dag flutt frá Grettisgötu og hefur það í för með sér tímabundna lokun og takmörkun á notkun bílastæða á hluta Grettisgötu, Barónsstíg og Bergþórugötu. Áætlað er að flutningur á húsunum verði eftir klukkan 17 og eru bifreiðastöður óheimilar frá þeim tíma á flutningsleið húsanna.
Húsin sem verða flutt af skipulagsástæðum eru Grettisgata 17 og bakhús að Laugavegi 36 og verður Grettisgötu milli Frakkastígs og Klapparstígs lokað tímabundið frá hádegi í dag til að koma flutningstækjum að, en húsunum verður lyft á flutningsvagna á Grettisgötu.
Bifreiðastöður óheimilar á flutningsleið húsanna, en farin verður eftirfarandi leið:
Upplýsingar um þessar tímabundnu lokanir var miðlað í dreifibréfi til íbúa og fyrirtækja á svæðinu. Mikilvægt er að bifreiðum sé ekki lagt í stæði á flutningsleiðinni og óhjákvæmilegt er að færa þá bíla sem verða fyrir en það annast Vaka á grundvelli sérstakrar framkvæmdaheimildar og í samráði við lögreglu.
Minjavernd annast flutninginn fyrir Reykjavíkurborg. Húsin verða flutt út á Hólmaslóð og geymd þar til grunnur á framtíðarstað þeirra að Grettisgötu 9 a og b hefur verið gerður.