Lokað á Öxnadalsheiði og Vatnsskarði

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Lokað er á Öxnadalsheiði og Vatnsskarði og um Hálfdán, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hálka og óveður er á Holtavörðuheiði, snjóþekja og skafrenningur á Bröttubrekku en annars hálkublettir mjög víða á Vesturlandi. Éljagangur er á Snæfellsnesi og óveður á Fróðárheiði og við Kolgrafarfjörð.

Á Vestfjörðum er snjóþekja eða hálka á vegum. Ófært er nú á Hálfdáni og stórhríð og hálka á Mikladal og Kleifaheiði og óveður á Hjallahálsi og Klettshálsi. Snjóþekja og stórhríð er á Steingrímsfjarðarheiði og snjóþekja og skafrenningur á Þröskuldum. Stórhríð  og hálka er á Ennishálsi.

Hálka er á flestum leiðum á Norðurlandi vestra og lokað á Vatnskarði og ófært á Öxnadalsheiði. Norðaustanlands er víða hálkublettir en einnig hálka á Möðrudalsöræfum en þar er  óveður.

Á  Austurlandi eru  víða hálkublettir  en á Suðausturlandi eru vegir að mestu greiðfærir en þó eru hálkublettir frá Skeiðarársandi og vestur að Mýrdalssandi.

Undanfarna daga hefur hópur af hreindýrum verið við veg á milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát.

Ábending frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar:

Um leið og kólnar er spáð SV- og V- stormi, hvað hvassast á Noðurlandi og Vestfjörðum frá því síðdegis og og fram á nótt. Veðurhæð allt að 24-26 m/s á fjallvegum s.s. eins og Öxnadalsheiðinni og á köflum blint í skafrenningi og éljagangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert