Viðgerð á Suðurnesjalínu lauk um klukkan 14:45, hófst afhending raforku frá Fitjum um klukkan 14:50 og ætti rafmagn að verið komið á hjá öllum notendum á Reykjanesi.
Suðurnesjalína 1 leysti út á Fitjum kl 13:06 í dag og þar með varð straumlaust á öllu Reykjanesi. Ástæða bilunarinnar er að bárujárnsplata fauk á línuna og hangir föst á henni.
Frétt mbl.is: Rafmagnslaust á Reykjanesi
Frétt mbl.is: Tilkynning barst heldur seint