Úttekt verður gerð á þjónustuþörf allra notenda ferðaþjónustu fatlaðra og athugað hvernig þeir eru skráðir í hinu nýja kerfi sem tekið var upp í nóvemberbyrjun á síðasta ári.
Notendur ferðaþjónustu fatlaðra eru rúmlega 2.500 en farnar eru rúmlega 1.500 ferðir á dag. Fjölmörg dæmi eru um vitlausa skráningu fatlaðra í kerfinu, að því er fram kemur í ítarlegri umfjöllun um ferðaþjónustuna í Morgunblaðinu í dag.
Margt við innleiðingu hins nýja kerfis hefur brugðist og fundaði eigendavettvangur Strætó bs. í gær um málefni ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu í kjölfar máls Ólafar Þorbjargar Pétursdóttur sem skilin var eftir í bíl ferðaþjónustunnar á miðvikudag.