Búið er að loka fyrir alla bílaumferð um Holtavörðuheiði við Búrfellsá í Borgarfirði vegna mikilla vatnavaxta.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu eru starfsmenn Vegagerðarinnar á svæðinu auk slökkviliðsmanna og freista þeir þess að dæla burt vatni. Ekki er vitað hversu lengi vegurinn verður lokaður.