Vél Icelandair lenti í Reykjavík

Farþegaþota Icelandair á Reykjavíkurflugvelli.
Farþegaþota Icelandair á Reykjavíkurflugvelli. mbl.is/Þórður

Ein af Boeing 757 farþegaþotum Icelandair þurfti að lenda á Reykjavíkurflugvelli fyrr í dag vegna óhagstæðra veðurskilyrða á Keflavíkurflugvelli.

Vélin, sem var að koma frá Kaupmannahöfn, stoppar hins vegar stutt við í Reykjavík þar sem henni verður flogið til Keflavíkur þegar búið verður að dæla á hana eldsneyti.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segist í samtali við mbl.is ekki eiga von á fleiri vélum félagsins til Reykjavíkur.

„Það er ekki búist við því að aðrar vélar lendi á Reykjavíkurflugvelli,“ segir hann og bætir við að farþegar vélarinnar muni fara frá borði í Keflavík.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert