Búið að opna Djúpveg

Djúpvegur fór í sundur á tveimur stöðum í gær. Rétt …
Djúpvegur fór í sundur á tveimur stöðum í gær. Rétt fyrir sunnan Hólmavík ( við Skeljavík) og Staðardalnum, við gatnamót Djúpvegar og Drangsnesvegar. Ljósmynd Jón Halldórsson

Búið er að opna Djúpveg sunnan við Hólmavík að sögn Vegagerðarinnar. Vegurinn var lokaður í dag þar sem hann hafði farið í sund­ur. 

Spáð er lægðabylgju úr suðvestri og með henni hvessir heldur aftur í kvöld og í nótt. Snjómugga um landið vestanvert frá um kl. 17-18 og síðar hríðarveður, en slydda eða bleytusnjór á láglendi. Kuldaskil fara yfir vestanlands upp úr miðnætti og í kjölfarið frystir á láglendi og þá með éljum og hálku.

Færð og aðstæður

Hálka og éljagangur á Hellisheiði, í Þrengslum, Mosfellsheiði og á Lyngdalsheiði. Snjóþekja er víða í uppsveitum.

Á Vesturlandi er hálka og éljagangur á Bröttubrekku og hálkublettir og él á Holtavörðuheiði og víða á Snæfellsnesi.

Á Vestfjörðum er hálka og éljagangur og eitthvað um hálkubletti. Á fjallvegum er víða eljagangur eða skafrenningur.
Vegur 61 við Skeljavík, rétt sunnan við Hólmavík er lokaður þar sem stórt skarð hefur myndast í veginn og er reiknað með að viðgerð geti tekið töluverðan tíma.

Vegir eru víða greiðfærir á Norðurlandi en þó er eitthvað um hálkubletti. Hálka og skafrenningur er á Öxnadalsheiði

Á Austurlandi er víða orðið greiðfært en þó eru enn hálkublettir á stöku stað. Hálkublettir og éljagangur er víða austan við Vík.

.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert