Ekki viss um að þau fái frí

Djúpvegur fór í sundur á tveimur stöðum í gær: Rétt …
Djúpvegur fór í sundur á tveimur stöðum í gær: Rétt fyrir sunnan Hólmavík ( við Skeljavík) og Staðardalnum, við gatnamót Djúpvegar og Drangsnesvegar. Ljósmynd Jón Halldórsson

„Við erum lögð á stað. Við eigum stutt eftir í Búðardal. Ef allt er eðlilegt erum við að koma heim á Krókinn í kringum miðnætti,“ segir Auðunn Steinn Sigurðsson, en hann var í hópi þeirra 56 sem sátu fastir í rútu á Djúpvegi sunnan við Hólmavík í nótt.

Hópurinn samanstendur af nemendum úr Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Þeim var komið til Hólmavíkur um klukkan ellefu í morgun eftir heila nótt í rútunni. Auðunn Steinn er foreldri nemanda og fararstjóri í ferðinni, en hóp­ur­inn var á heim­leið á Sauðár­krók í gær­kvöldi eft­ir að hafa eytt helg­inni á Ísaf­irði í heim­sókn hjá vina­skóla FNV, Mennta­skól­an­um á Ísaf­irði.

Aðspurður hvort að nemendurnir fái mögulega frí í skólanum á morgun eftir hrakningar síðasta sólarhringsins segir Auðunn Steinn ekki vera viss um það. 

„Ætli það nokkuð, þau fengu nú frí í dag,“ segir hann og hlær. „Ætli þau hvíli sig ekki bara seinni partinn á morgun, fara unglingar ekki alltaf svo seint að sofa hvort sem er?“ 

Djúpvegur fór í sundur á tveimur stöðum í gær: Rétt …
Djúpvegur fór í sundur á tveimur stöðum í gær: Rétt fyrir sunnan Hólmavík ( við Skeljavík) og Staðardalnum, við gatnamót Djúpvegar og Drangsnesvegar. Ljósmynd Jón Halldórsson
Djúpvegur fór í sundur á tveimur stöðum í gær: Rétt …
Djúpvegur fór í sundur á tveimur stöðum í gær: Rétt fyrir sunnan Hólmavík ( við Skeljavík) og Staðardalnum, við gatnamót Djúpvegar og Drangsnesvegar. Ljósmynd Jón Halldórsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert