Frestur styttur í Marple-máli

Hörður Felix Harðarson og Hreiðar Már Sigurðsson, skjólstæðingur hans.
Hörður Felix Harðarson og Hreiðar Már Sigurðsson, skjólstæðingur hans. mbl.is/Golli

Hæstiréttur hefur stytt frest verjenda í Marple-málinu svonefnda til að skila greinargerðum. Í stað þess að hafa frest til 1. nóvember nk. hefur rétturinn gert þeim að skila eigi síðar en 15. júlí nk.

Í Marple-málinu eru Hreiðar Már og Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings, ákærð fyrir fjárdrátt og umboðssvik, Magnús er ákærður fyrir hlutdeild í fjárdrætti og umboðssvikum Hreiðars Más og Guðnýjar Örnu og Skúli Þorvaldsson er ákærður fyrir hylmingu.

Auk þess er krafist upptöku fjár hjá félögunum Marple Hold­ing S.A. SPF, BM Trust S.A. SPF, Holt Hold­ing S.A., SKLux S.A. og Legat­um Ltd. Öll eru fé­lög­in með lög­heim­ili í Lúx­em­borg fyrir utan Legat­um sem er með lög­heim­ili á Möltu.

Héraðsdómur Reykjavíkur hafði veitt verjendum frest til 1. nóvember sökum þess mikil vinna bíði verjendanna á komandi vikum og mánuðum í öðrum málum tengdum sömum sakborningum.

Á þetta féllst hins vegar Hæstiréttur ekki og taldi að upptökukrafa í ákæru, sem beinist gegn fyrrnefndum félögum, valdi því að hraða beri rekstri málsins eins og kostur er, þ.e. þar sem fjármunir í þeirra eigu voru kyrrsettir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert