Einungis hefur verið hægt að fljúga til Vestmannaeyja í morgun en annað flug hjá flugfélaginu Erni er á athugun klukkan 10:15, samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu.
Ekkert hefur verið flogið innanlands hjá Flugfélagi Íslands það sem af er degi en allt flug er á áætlun hjá félaginu klukkan 10:15 og 10:30.
Það er mjög hvasst víða og búast má við mjög snörpum en staðbundnum vindhviðum við fjöll á Norðurlandi og undir Vatnajökli, allt að 45-55 m/s fram yfir hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.
Veðurspá fyrir næsta sólarhring:
Suðvestan 15-23 m/s en 10-18 m/s SV-til. Skúrir og síðar slydduél eða él en yfirleitt þurrt á A-landi. Kólnar smám saman. Dregur úr vindi um tíma síðdegis, en hvessir aftur seint í kvöld. Suðvestan 13-20 og él í nótt og á morgun, en yfirleitt þurrt A-til. Hiti um og undir frostmarki víðast hvar.