Ísfirðingar leita til trygginganna

Holræsin gusu og það flæddi inn í fjölmarga kjallara á …
Holræsin gusu og það flæddi inn í fjölmarga kjallara á Ísafirði. mbl.is/Sigurjón J. Sigurðsson

„Tjónið gæti hlaupið á tugum milljóna,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðar aðspurður um eftirleik óveðursins sem gekk yfir svæðið á sunnudaginn. Segir hann upplýsingaöflun um stöðuna enn vera í fullum gangi og því ekki endanlega komið í ljós hvert heildartjón sveitarfélagsins eða íbúanna verður. 

Stefnt er að því að leita eftir heildaraðstoð til Viðlagatrygginga Íslands sem sjá um að vátryggja gegn beinu tjóni af völdum eldgosa, jarðskjálfta , skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða, að sögn Gísla. 

„Þetta voru alveg ofboðslegar leysingar og menn hafa aldrei séð annað eins,“ segir Gísli um hamfarirnar sem skyldu eftir sig slóð eyðileggingar víðsvegar um bæinn. „Holræsin gusu og það flæddi inn fjölmarga kjallara,“ segir hann og bætir við að í dag hafi bæjarbúar hafist handa við hreinsunarstarf og séu staðráðnir í að taka á þessu í sameiningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert