Tveir læknar hafa dregið uppsagnir til baka

Skurðlæknar að störfum.
Skurðlæknar að störfum. Ljósmynd/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Tveir lækn­ar sem sögðu upp störf­um á Land­spít­al­an­um áður en samn­ing­ar náðust á milli Lækna­fé­lags Íslands og rík­is­ins hafa formlega dregið uppsagnir sínar til baka. Er annar þeirra blóðlæknir og hinn taugalæknir. 

Aðrir læknar sem sögðu upp hafa ekki dregið uppsagnirnar til baka, en skoða nú stöðu sína samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Uppsagnafresturinn er þrír mánuðir, og rennur hann út hjá hluta læknanna í byrjun mars og hjá öðrum í byrjun apríl. 

Meðal þeirra lækna sem sagt hafa upp eru allir hjartaþræðingalæknar á Landspítalanum, fyrir utan yfirlækni hjartaþræðinga. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum hafa þessir læknar ekki dregið uppsagnir sínar til baka ennþá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka