Fékk skýrslu um aðgerðir gegn Íslandi

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. mbl.is/afp

Aðgerðum gegn Íslendingum vegna hvalveiða þeirra er lýst í minnisblaði til Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, dagsettu 23. janúar síðastliðinn, frá þremur bandarískum ráðherrum.

Þar kemur m.a. fram að bandarískir ráðherrar sniðgangi viðburði á Íslandi, Íslendingum hafi ekki verið boðið á alþjóðlega hafráðstefnu og að bandarískir embættismenn hafi við ýmis tilefni komið afstöðu sinni á framfæri við íslenska ráðamenn.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur þar fram, að samtökin ICE Whale hafi fengið styrk til að vinna gegn hvalveiðum og að níu manna hópi hafi verið boðið í fræðsluferð til Washington.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert