Leikskóli og grunnskóli undir sama þaki

Sameining skóla- og frístundastarfs hefur gefið mjög góða raun.
Sameining skóla- og frístundastarfs hefur gefið mjög góða raun. mbl.is/Árni Sæberg

Hverfisskólinn í Úlfarsárdal er hinn eini í Reykjavík sem er allt í senn leikskóli, grunnskóli og frístundaheimili.

Skólastjórinn, Hildur Jóhannesdóttir, segir að þetta fyrirkomulag hafi gefist vel. Hagræði sé að því að hafa öll börn hverrar fjölskyldu undir sama þaki. Þekking á þörfum einstakra barna tapist ekki við flutning á milli skólastiga.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í blaðinu í dag í umfjöllun um hverfin í Grafarholti og Úlfarsárdal í greinaflokknum Heimsókn á höfuðborgarsvæðið. Ennfremur er sagt frá starfsemi Fisfélags Reykjavíkur og nýbyggingu sem breyta mun miklu í hverfunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert