Innblásið af glæsiverslun

Hafnarstræti 19 er með svokölluðu straujárnslagi.
Hafnarstræti 19 er með svokölluðu straujárnslagi.

Glæsiverslun frá síðustu öld er innblástur nýs hótels sem brátt rís við Hafnarstræti. Gangi áætlanir eftir hefjast framkvæmdir um næstu mánaðamót og hótelið verður opnað sumarið 2016. Hótelið verður í þremur byggingum, sem ýmist verða uppgerðar, nýjar eða endurbyggðar, en fyrir um einni öld var á þessum slóðum Thomsens-magasín, deildaskipt stórverslun sem seldi ýmsan munaðarvarning, m.a. var þar sérstök vindladeild.

Suðurhús ehf., sem er í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar, á lóðirnar og sér um framkvæmdir. Hótelið, sem verður a.m.k. fjögurra stjarna, verður rekið af Icelandair hótelum í samstarfi við erlenda hótelkeðju, sem ekki hefur verið með starfsemi hér á landi fyrr. Til stóð að 72 herbergi yrðu á hótelinu, en nú hefur verið ákveðið að þau verði færri og þar með stærri.

Smári Björnsson, verkefnisstjóri hjá Suðurhúsum, segir að þar á bæ sjái menn ýmsa möguleika varðandi uppbyggingu Hafnarstrætisins.

Tími sé til kominn að hefja götuna til fyrri vegs og virðingar þegar þar var ys og þys og fjölsóttar verslanir. Í því sambandi eru ýmsar hugmyndir, m.a. listatengd starfsemi í húsi númer 18 við Hafnarstræti, en það er einnig í eigu Suðurhúsa.

Ítarlega er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert