Lofar lífskjarabata íbúa í Grafarholti

Senn hverfur merki Nóatúns og Krónan verður komin á sinn …
Senn hverfur merki Nóatúns og Krónan verður komin á sinn stað í þessari byggingu í byrjun mars. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Íbúar í Grafarholti geta vænst lífskjarabata með opnun verslunar Krónunnar í hverfinu. Þetta segir Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri verslunarkeðjunnar, í samtali við Morgunblaðið.

Í umfjöllun um Grafarholt og Úlfarsárdal í greinaflokknum Heimsókn á höfuðborgarsvæðið í blaðinu í dag er sagt frá breytingum á verslun í hverfinu þegar Nóatúnsbúðinni verður lokað og Krónan tekur við í næsta mánuði. Áhersla verður m.a. lögð á að verslunarstjóri verði ávallt sýnilegur.

Ennfremur er sagt frá starfsemi hverfisráðs í Grafarholti, götuheiti útskýrð og rætt við móður um aðstæður barna í hverfinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert