Lést af völdum hnífstungu

mbl.is/Kristinn Freyr

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu rann­sak­ar mannslát sem átti sér stað í Hafn­ar­f­irði um miðjan dag í dag. Grun­ur leik­ur á um að and­látið hafi borið að með sak­næm­um hætti, að sögn Kristjáns Inga Kristjáns­son­ar aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjóns.

Hann vildi ekki tjá sig frek­ar um málið.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is lést maður­inn af völd­um hnífstungu. Einn er í haldi lög­reglu, grunaður um verknaðinn.

Rann­sókn máls­ins er á frum­stigi og veit­ir lög­regla ekki nán­ari upp­lýs­ing­ar um málið að svo stöddu.

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert