Yfirheyrslum yfir konu á sextugsaldri sem handtekin var í gær vegna mannsláts í Hafnarfirði er lokið. Tekin verður ákvörðun síðar í dag um hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir henni, að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirmanns rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Enn er óljóst um atvik og stendur rannsókn yfir. Veitir lögregla ekki frekar upplýsingar um málið að svo stöddu.
Eins og mbl.is greindi frá fannst maður á fimmtugsaldri látinn í íbúð sinni um þrjúleytið í gær. Samkvæmt heimildum mbl.is lést hann af völdum hnífstungu og er sambýliskona hans grunuð um verknaðinn. Hún var yfirheyrð í gærkvöldi.
Frétt mbl.is: Lést af völdum hnífstungu