Konan úrskurðuð í gæsluvarðhald

Kona á sextugsaldri sem var í gær handtekin vegna mannsláts í Hafnarfirði hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 23. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

„Konan var handtekin í heimahúsi í Hafnarfirði í gærdag, en í íbúðinni fannst sambýlismaður hennar og var hann látinn þegar komið var á vettvang, en lögreglu barst tilkynning um málið á þriðja tímanum í gær. Á manninum, sem var um fertugt, var stungusár, en grunur leikur á að andlát hans hafi borið að með saknæmum hætti,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

Konan var leidd fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness á þriðja tímanum í dag.

Frétt mbl.is: Ákvörðun um gæsluvarðhald í dag

Frétt mbl.is: Lést af völdum hnífstungu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert