Fánum Norðurlandanna var flaggað í hálfa stöng við Norræna húsið í dag vegna hryðjuverkaárásanna sem gerðar voru í Kaupmannahöfn, höfuðborg Danmerkur, um helgina. Þar gerði karlmaður skotárás á kaffihús í borginni þar sem ráðstefna um tjáningarfrelsið fór fram en talið er að skotmarkið hafi verið sænski skopmyndateiknarinn Lars Vilks. Minningarathöfn um fórnarlömb árásarinnar fór fram í kvöld í Kaupmannahöfn og mættu tugir þúsunda á hana.