Áætlaður kostnaður vegna akstursþjónustu fyrir fatlað fólk á árinu 2015 er samtals um 1.277 milljónir króna.
Þar af eru um 1.200 milljónir vegna aksturs og 77 milljónir vegna miðlægs kostnaðar. Kostnaður ferðaþjónustunnar vegna síðasta janúarmánaðar liggur ekki fyrir að svo stöddu.
Þetta kemur fram í svörum Strætó vegna fyrirspurnar Morgunblaðsins um kostnað við ferðaþjónustuna. Alls eru þetta rúmar 106 milljónir króna í hverjum mánuði, en fjallað er nánar um svörin í blaðinu í dag.